Tuesday, May 8, 2012

How To Do Dreamcatcher.. Hvernig á að gera Draumafangari..

Í dag gerði ég mér eitt stykki draumafangara..  


Ég fór eftir myndbandinnu hennar Meg Allan Cole sem er á CraftZine.. en það er líka hægt að sjá þetta hér.



þar sem ég átti því miður ekki lausan svonna tréhring eins og í myndbandinu náði ég að bjarga mér bara með því að fara út í garð og "ráðast" á eitt tré :)

Ég byrjaði á að líma flottu tré greinina mína með með límbandi í eitt st. hring.

Ég fann svo flott garn inn í skápp og vafði því svo 3x lög utan um fataklemmuna og reyndi svo að hafa böndin eins löng og ég gat. 

Svo vafði garninu utan um tré greina hringinn minn :)

*Með því að nota 1x st. fataklemmu nær maður að sporna svaka stórslysi og mikilli flækju, auk þess sem það er miklu þærinlegar og fljótlegra að vefja garninu utan um hringinn.

Þegar ég var búinn að vefja utan um hringinn gerði ég "netið". Svo festi ég að því loknu nokkara spotta og á þá perlur og svo líka dúskar sem ég gerði líka úr garninu:) 

Ég ætla svo einhvern tímann að verða mér um fallegar og sætar fjaðrir í stíl við draumafangarann minn.. en eins og er verður hann bara að vera svonna :)





En jamm þetta var litla föndrið mitt í dag.. 

Eigið gott kvöld í kvöld.. 

.. og já meðan ég er nú að þá ætla ég að nota tækifærið núnna í því að monta mig pínu pons á "litlu-stóru" snúllunni minn sem er 8 mánaða í dag, jamm Vá.. þetta er ótrúlega fljót að líða! 

... og svo meðan ég er að monta mig langar mér að monta mig smá meira þar sem hún fór í skoðun í dag og sæta mín er orðinn ekki meira né minna en 9600gr. og 74 cm löng :) 

Hún er s.s. búinn að stækka um 23cm og þyngjast um næstum 6kg. frá fæðingu!

Einn mynd af fallegustu minni Valdísi Margéti Ívu sem er Alltaf brosandi :)

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...