Wednesday, June 20, 2012

Útilegu listinn og Tips!

 


Nú þegar allir eru að fara á stað í útilegur og eru jafnvel nú þegar farinn af stað er gott að hafa smá litsta sér við hlið með því sem ekki má gleyma.. 

... ég gerði hér smá litsa fyrir það sem ég "má ekki gleyma" og þar sem ég er nú í sumar að fara í fyrsta skiptið með sætu Dísu mína verð ég að hafa allt 150% rétt eingu gleyma! ;)

En auðvitað er þessi listi ekki tæmandi og alltaf hægt að bæta f.l. við og eða taka út.. mér langaði bara deila þessum lista mínum með ykkur öllum  og öllum þeim sem hyggjast fara í útilegur í sumar því það er svo skemtilegt að fara og skoða landið sitt!




Listi yfir það sem þarf:

Einangrunardýnur
Dýnur 
Pumpu ef þú ert með uppblásnar dýnu
Svefnpoka/sæng
Kodda
Nóg af Flísteppum!
Vagna/kerrupoka fyrir barnið til að sofa í

Þau föt sem þarf....
Hlý og góð föt.. ullarsokka, vetlinga, húfur og f.l. (og fyrir barnið er gott að hafa flisgalla og eða þunn ullarföt, húfu veltinga og f.l.) Svo bara passa að ofklæða börnin ekki fyrir nóttina og eða klæða of lítið.. (alltaf hægt að klæða úr)). Svo auðvitað bara flygjast vel með þeim.

Góð föt fyrir sólríka daga.. sólhatt t.d. á börnin og fyrir fullorðna og sólgleraugu.
Regnföt, stígvél, peysur, úlpúr og f.l.

Svo auðvitað skoða verðurspána áður en lagt er á stað!

Snyrtidót.. sjampó, förðunardót og f.l.
Handklæði og þvottaboka
Sundföt ef farið verður í sund
Sólarvörn og varasalva! :)

Skiptitöskuna og það sem fer í hana!
Bleyjur og litlir pokar fyrir óhreinar bleyjur (nauðsynlegt á löngum akstri)
Fyrsta hjálp (plástrar, sótthreinsandi og slíkt)
Líka lita saumatösku með því nauðsinlegasta í.. tvinna, nál, uppsprettara og skæri.


Svo er líka gott að hafa kerru og eða vagn ef það á að fara labba eithvað.




Möst að hafa:

Prímus
Pott og ketil
Grill og  tangir
Borðbúnað (diska, hnífapör og glös).
Spaða, ausu (ef þú ætlar að elda súpu) og beittan hníf og eða skæri.
Skurðarbretti

Lítið vaskafat uppþvottabursta og þvottalög (Hægt að kaupa í Rúmfatalegerinum samann í pakka).
Viskustykki, tuskur
Snúru/snæri og klemmur.
Smá þvottaefni

Borð og stólar koma sér vel.
Kveikjara og eða eldspítur
Ljós! og eða vasaljós
Eldhúsrúllu og blautþurrkur koma sér líka vel stundum og Klósettpappír því maður veit aldrei hvernig tjaldsvæðin eru ;)
Plastpoka og ruslapoka.
Stór brúsi með ventli fyrir vatn


Matur:

Skyndikaffi
Heitt kakó!
Sykurpúða
Salt
Pipar
Sykur
Krydd
Tómatsósur. kóktel og það allt
Bollasúbur
Núðlur
Svo aðvitaða bara grilmat ;)


Stór kostur að hafa rafmagnshitara og langa millisnúru til að komast í rafmagn!
Gott kælibox bjargar miklu og gott að hafa rafmagns ef ekki hafa þá góða kælikuppa og geyma boxið í skugga.

Annað skemtilegt:

Geislaspilara og skemmtilega barnadiska.. muna eftir batteríum!
Leikföng, bæði til að dunda við í tjaldinu/bílnum og úti.
Spilastokk og eða önnur spil
Lesefni
Barna Tjald  fyrir börnin




Tips!


Mælt er með að  fá sér plastkassa t.d. í Rúmfó til að setja allt eldhúsdótið í (diska, glösin, hnífapörinn, uppþvottaleginum og burstanum) og þann kassa er hægt að nota til að vaska upp í ef það er lítið plás í bílnum.
Hinn kassinn er notaður undir allan mat sem fer ekki í kæliboxið.

Þú ferð t.d. með safafernur og svoleiðis, mæli ég með að þú frystir 3-4 og setji þær frosnar í kæliboxið svo er líka hægt a frysta grilkjötið sem notað verður kanski 2 daginn og eða f.l. Boxið helst lengur kalt þannig.

Svo geyma allt verðmætt í hanskahólfinu í bílnum og eða á þannig stað sem það sést ekki og læsa auðvitað bílnum.

Fyrir þá sem hafa ekki nógu stóran bíl og munu nota tjald er hægt að leigja litla lokaða kerru.. setja allt í hana sem má fara í hana eins og barnavegnin, borð, stóla, tjaldið og þess háttar :)



Gangi ykkur vel og góða skemtun  

Wednesday, June 13, 2012

Föndur: Tré Stafir á hurðina...



Ég keypti svonna fína tréstafi í Toysrus sem hægt er að sjá hér á herbergis hurðina hjá okkur Valdísi minni og þeirr kosta ekki nema um 249kr. stykkið. Þeirr eru mjög sterkir og fínir.

Ég fékk mér auððvitað nafnið hennar VALDÍS og svo get ég líka skirfa einhvern tíman seinna úr stöfunum DÍSA og sleppt bara tvemur.

Ég auðvitað varð að breyta smá og geri bleika prinsessu kórónu á "I-ið" og svo gerið ég fyrir neðan "& mamman" með hjarta og blómi bara úr bylgju-pappa og málaða hann með málingu úr Søstrene Grene

 
Takk fyrir innlitið og eigið góðan dag! :)

Sunday, June 10, 2012

Brúðkaupið; Handsaumaðir Hringapúðar.... Handmade RingPillow


 Brúðkaup er eithvað sem næstum sérhver kona óskar sér.. fallegur brúðarkjól, blóm, athöfnin, ástinn, hamingjan.. 



Brúðkaups hamingja hvera hjóna tel ég vera í hringapúðanum.. hann ber og ver sameiningartákn brúðarhjóna og er eitt það fallega af mörgu öðru í athöfninni Hann er frjáls í vali og í raun eru eingar reglur sem einkenna þennan púða.

 Ég var að gera þessa þrjá hringapúða fyrir tilvonandi brúðarhjón og mér langar alveg rosalega mikið til þess að sýna ykkur afraksturinn.. svo líka auglýsa til þeirra tilvonandi hjóna sem óska eftir einum svonna sér saumuðum hringapúða.


Enginn púðana er eins og hver og eitt par getur komið með sínar hugmyndir í því hvernig þau vilja hafa sinn púða. Litir, þema, blúndur, skraut.. ég reyni eftir bestu getu að gera hvern púða  eins og hvert par vill svo það verði 100% ánægt því þetta er jú Hringapúðinn.

 

Smá fróðleikur.. Sagan, hefðir og uppruninn...

Mikill munur er á framkvæmd giftingarathafna og brúðkaup ólík meðal annars eftir trúarbrögðum, menningu og þjóðfélagsstéttum. Giftingarsiðir og venjur eru mjög mismunandi milli ólíkra þjóðfélaga en þó hafa næstum öll þjóðfélög einhvers konar giftingarathöfn karla og kvenna, og sumstaðar einstaklinga af sama kyni.. hringapúðar eru oftast notaðir í flestum brúðkaupum og margir með þann sið.

 Hringaberi er oftast en ekki falið að kynna brúðhjónin giftinga hringa sína. Oft er þetta hlutverk leikið af ungum dreng sem er ættingi brúðarinnar eða brúðgumans, en það getur líka fallið í sér að svaramaður bera hringa. Ef nota á barn, eru hringir yfirleitt bornir fram á stórum, skrautpúða (hringapúða) sem er með mjög táknrænu látbragði.
Saga af því að nota hringa púða fer aftur til forna Egypska brúðkaupa
þegar gimsteinar egypta voru birtir á sjaldgæfum skraut koddum við brúðkaup. Svo fór þetta að berast út til  Evrópu og það varð í fram haldi af því algengt að færra giftingahringa á púðum og að hringaberi varð mikilvægur hluti af bríðkaupsathöfn. Þessar tvær hefðir sameinuðust í það að nota hringabera og púða sem notuð var til að bera hringana til brúðar og brúðgumans.

Ef maður óskar þess að hafa hringabera í brúðkaupinu sínu, er oftast algengt að spyrja ungan karlkyns meðlim í fjölskyldunni yngri en 10 ára, og ef hann er eldri en það er hann kallaður svaramaður. Almennt er að litlar blóm stúlkur gangi saman með hringabera inn í athöfn á undan brúður.

 

 English..
A ring bearer, or page, is a participant in a wedding charged with presenting the bride and groom with their wedding rings. Often, this part is played by a young boy who is a relative of the bride or groom, but it can also fall to the best man to carry the rings. If using a child, the rings are usually carried on a large, ornamental pillow as a symbolic gesture.

The history of using a ring bearing pillow dates back to ancient Egyptian weddings, when jewels were displayed on rare ornamental pillows during a wedding. As it became common in Europe to exchange wedding rings, the ring bearer became an important part of the ceremony. The two traditions merged, leading to the pillow being used as the carrying vessel for the rings.

If you wish to have a ring bearer in your wedding, it is common to ask a young male member of the family. Generally, ring bearers are between 6-10 years old, with older boys being made ushers or groomsmen. Ring bearers are generally paired with flower girls, who are around the same age. Often they walk down the aisle together as part of the entrance ceremony.  




















 Til að fá fyrir frekari upplýsingar og eða pantanir, sendið á emailið johannaevagunn@gmail.com!

 
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...