Wednesday, June 20, 2012

Útilegu listinn og Tips!

 


Nú þegar allir eru að fara á stað í útilegur og eru jafnvel nú þegar farinn af stað er gott að hafa smá litsta sér við hlið með því sem ekki má gleyma.. 

... ég gerði hér smá litsa fyrir það sem ég "má ekki gleyma" og þar sem ég er nú í sumar að fara í fyrsta skiptið með sætu Dísu mína verð ég að hafa allt 150% rétt eingu gleyma! ;)

En auðvitað er þessi listi ekki tæmandi og alltaf hægt að bæta f.l. við og eða taka út.. mér langaði bara deila þessum lista mínum með ykkur öllum  og öllum þeim sem hyggjast fara í útilegur í sumar því það er svo skemtilegt að fara og skoða landið sitt!




Listi yfir það sem þarf:

Einangrunardýnur
Dýnur 
Pumpu ef þú ert með uppblásnar dýnu
Svefnpoka/sæng
Kodda
Nóg af Flísteppum!
Vagna/kerrupoka fyrir barnið til að sofa í

Þau föt sem þarf....
Hlý og góð föt.. ullarsokka, vetlinga, húfur og f.l. (og fyrir barnið er gott að hafa flisgalla og eða þunn ullarföt, húfu veltinga og f.l.) Svo bara passa að ofklæða börnin ekki fyrir nóttina og eða klæða of lítið.. (alltaf hægt að klæða úr)). Svo auðvitað bara flygjast vel með þeim.

Góð föt fyrir sólríka daga.. sólhatt t.d. á börnin og fyrir fullorðna og sólgleraugu.
Regnföt, stígvél, peysur, úlpúr og f.l.

Svo auðvitað skoða verðurspána áður en lagt er á stað!

Snyrtidót.. sjampó, förðunardót og f.l.
Handklæði og þvottaboka
Sundföt ef farið verður í sund
Sólarvörn og varasalva! :)

Skiptitöskuna og það sem fer í hana!
Bleyjur og litlir pokar fyrir óhreinar bleyjur (nauðsynlegt á löngum akstri)
Fyrsta hjálp (plástrar, sótthreinsandi og slíkt)
Líka lita saumatösku með því nauðsinlegasta í.. tvinna, nál, uppsprettara og skæri.


Svo er líka gott að hafa kerru og eða vagn ef það á að fara labba eithvað.




Möst að hafa:

Prímus
Pott og ketil
Grill og  tangir
Borðbúnað (diska, hnífapör og glös).
Spaða, ausu (ef þú ætlar að elda súpu) og beittan hníf og eða skæri.
Skurðarbretti

Lítið vaskafat uppþvottabursta og þvottalög (Hægt að kaupa í Rúmfatalegerinum samann í pakka).
Viskustykki, tuskur
Snúru/snæri og klemmur.
Smá þvottaefni

Borð og stólar koma sér vel.
Kveikjara og eða eldspítur
Ljós! og eða vasaljós
Eldhúsrúllu og blautþurrkur koma sér líka vel stundum og Klósettpappír því maður veit aldrei hvernig tjaldsvæðin eru ;)
Plastpoka og ruslapoka.
Stór brúsi með ventli fyrir vatn


Matur:

Skyndikaffi
Heitt kakó!
Sykurpúða
Salt
Pipar
Sykur
Krydd
Tómatsósur. kóktel og það allt
Bollasúbur
Núðlur
Svo aðvitaða bara grilmat ;)


Stór kostur að hafa rafmagnshitara og langa millisnúru til að komast í rafmagn!
Gott kælibox bjargar miklu og gott að hafa rafmagns ef ekki hafa þá góða kælikuppa og geyma boxið í skugga.

Annað skemtilegt:

Geislaspilara og skemmtilega barnadiska.. muna eftir batteríum!
Leikföng, bæði til að dunda við í tjaldinu/bílnum og úti.
Spilastokk og eða önnur spil
Lesefni
Barna Tjald  fyrir börnin




Tips!


Mælt er með að  fá sér plastkassa t.d. í Rúmfó til að setja allt eldhúsdótið í (diska, glösin, hnífapörinn, uppþvottaleginum og burstanum) og þann kassa er hægt að nota til að vaska upp í ef það er lítið plás í bílnum.
Hinn kassinn er notaður undir allan mat sem fer ekki í kæliboxið.

Þú ferð t.d. með safafernur og svoleiðis, mæli ég með að þú frystir 3-4 og setji þær frosnar í kæliboxið svo er líka hægt a frysta grilkjötið sem notað verður kanski 2 daginn og eða f.l. Boxið helst lengur kalt þannig.

Svo geyma allt verðmætt í hanskahólfinu í bílnum og eða á þannig stað sem það sést ekki og læsa auðvitað bílnum.

Fyrir þá sem hafa ekki nógu stóran bíl og munu nota tjald er hægt að leigja litla lokaða kerru.. setja allt í hana sem má fara í hana eins og barnavegnin, borð, stóla, tjaldið og þess háttar :)



Gangi ykkur vel og góða skemtun  

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...