Sunday, August 24, 2014

DIY; Hnífapara Skúffa verður að Smádóta Hillu







Ég keypti þessa einföldu hnífapara skúffu í Góða Hirðinum á 400kr. 

Ég er nokkuð viss um að þessi skúffa sé frá Ikea en ég er samt ekki alveg 100% viss...  

.. en hvað um það, þessi hilla er búinn að vera inní geymslu í smá tíma og ávalt fyrir þegar ég fér þanngað inn eins og svo margt annað sem bíður mín.. en ekki í dag, you lucky drawer or should I call you shelf.




________________________________________


Ég fékk allt í einu hugljómun um hvað ég gæti gert með þessa skúffu, og fór strax í verkið. 

Ég er mikið fyrir hvítt, og náttúrulegan við akkurat núna. Þannig að ég ákvað að reyna pússa upp sem mest og mála hitt. 



Hitt sem ég ákvað að pússa ekki ákvað ég að mála með hvítu. 



Hér fyrir ofan er ég bara búinn að grunna tvær umerðir... en ég hef ákveðið halda henni svona þar sem mér finnst þetta minna mig pínu á kalkmálingu, og finnst mér sú áferð nokkuð flott. 

Það sem ég pússaði áðkvað ég svo að bæsa með Mahóni áferð.. og vola! 




Þetta tók mig ca. 1 klukkutíma allt í allt þar sem bæði bæsið og grunnurin er mjög fljótt að þorna, og svo notaði ég juðara til að púsa sem er eitt af mínum uppáhalds þegar ég er að vinna við svonna verkefni.  


Takk fyrir innlitið og endilega skiljið eftir komment... og eða like-ið! :-)

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...