Monday, July 27, 2015

DIY; Gamaldags stigi/kollur







Ég fann þennan fína stiga sem líka er hægt að nota sem koll í Góða Hirðinum á 250kr. 


Pabbi  hristir alltaf hausinn og ranghvolfir í sér augunum þegar hann sér gullmolana mína koma heim úr Gh. er allavega ein af fáum sem dettur í hug að kaupa eithvað svonna, og hvað þá gera upp! .. ég verð nú að viðurkenna sjálfri að ég efaðist smá með þetta í fyrstu en þar sem ég lávaxna mannenskjan ég (1,67 á hæð) hef alltaf langað í svona sniðugan stiga og líka notað stigan sem punt, þannig að ég ákvað ég að láta slag standa og koma mér smá út fyrir rammann því já það er í raun ekkert sem ég get ekki gert! ;-) nema bora í steinsteipu með höggborvél með mömmu hangandi yfir mér, sem er í raun önnur saga og ég ætla ekkert að fara meira út í nema bara það að fatahengið fór aldrei upp og ''stóra'' gatið sem ég bjó til var orðið eins og hálfgert listaverk fyrir þar til ég flutti annað... 







1. Ég byrjaði á því að fjarlæga plöturnar og púsa hann allann vel upp með frekar grófum sandpappír mann ekki númerið og svo sandpappír nr.120  

2. því næst þreif ég hann allann með tusku og málaði hann svo með OXÝAÐ MENJAÐ alhliða ryðvarnargrunnmálingu (geturekkiveriðlengranafnámálingu) sem er fyrir jár eða veðrað sinkhúðað (galvaniserað) járn. Fór tvær umferðir. 




3. Næst eftir að ég var búinn að grunna og láta hann þorna yfir nótt/sólarhring málaði ég með hvítu Kraft lakki frá Málingu. Fór tvær umferðir og lét þorna vel á milli umferða.

++++++++++++++++++++++++++

4. Hér á þessu stigi fékk ég elsku pabba minn í að saga út fyrir mig 4x spítur úr harðvið... jamm harðviður, það verður að vera sterkt í þessu! svo er hann líka geggjað flottur. Pabbi átti hann til þannig ég borgaði eki krónu þar. 



5. Næst fór ég í Byko til að kaupa bolta og rær.. kostuðu um 500kr. 



6. Stækkaði götinn sem voru á stiganum til að boltarnir kæmust í gegn.



7. Mældi og borað göt á plöturnar og festi þær með þessum fínu boltunum.  



Og hér er hann tilbúinn! 





Punt stigi... eða ekki?





 

Fyrir og eftir... 


No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...