Monday, October 10, 2016

þrettán heklaðir slefsmekkir og tvö barna teppi





Ég er ekki mikil prjóna manneskja og hef i raun litla þolinmæði í prjón.

... en hekl er eitthvað sem mér finnst skemmtilegt! fyrir utan auðvitað annan saumaskap, þá get ég algjörlega dottið ofan í eithvað zone og það er stundum erfitt að ná sambandi við mig þegar ég byrja. 

Mig langaði mjög mikið í heklaða slefsmekki þegar ég átti Valdísi mína árið 2011, en þá kunni ég lítið sem ekkert í hekli nema grunninn sem var ekki mikið.

Núna þegar von er á annari stelpu skottu (settur dagur 23.nóvember 2016) ákvað ég að gera eitthvað í þessu og redda mér hekluðum smekk. 

Fyrsti smekkurinn kom því miður ekki vel út  haha... en hann er þó eins og smekkur í laginu og virkar fínt. 
Eftir hann ákvað ég að gera bara eitthvað og sjá hvert það myndi leiða mig.

Útkoman voru þessir 13 stykki og enginn eins. 


Ég notaði nál nr. 2,5 í alla smekkina. 100% bómullar garn.




















Hvíta teppið heklaði ég á heklinál nr. 2,5 og það er allt fastahekl. 100% bómullar garn.





Bleika litríka teppið er 100% ull (létt lopi) og svo heklaði ég með bómullar garni utan um. Ég notaði nál númer 5. Þetta teppi gerði ég aðalega fyrir bílstólinn eða út í vagn, hlýtt og gott.



Vona að þetta veiti einhverjum innblástur og ánægju, kveðja Jóhanna Eva




Sunday, March 6, 2016

Vöggu klæði úr 100% bómull


Ég fékk æðislegt verkefni á síðasta ári (2015) að sauma vögguklæði fyrir son vinar bróður míns og konu hans. 

Ég hafði ekki vöggu mér við hlið þegar ég gerði sniðið en fékk að mæla hana gróflega til að sjá ca. hvernig klæðið átti að vera, og að mínu mati tókst þetta nokkuð vel. 

Ég valdi mjög vandað efni úr 100% bómullar í þetta vöggu klæði og tvennskonar blúndur sem skraut. Svo var það bara tvinni og teygja. 

Ég saumaði lokaða sauma allstaðar þannig að það væri ekkert mál að henda þessu í þvottavél á 30-40 gráðu þvott.. ég er persónulega ekki hrifin að owerlock saumum þó ég nota þá einstaka sinnum. Ég sauma í raun bara lokaða sauma eða brydda allt þar sem mér finnst það sterkast og fallegast fyrir eithvað sem á að endast í mörg ár. 




Saumaði slaufu fast á litla nælur til skrauts







Lokaður saumur


Klæðið heilt ofan í







Það er búið að nota vögguna og klæðið fyrir allavega eitt barn og fékk ég klæðið aftur í smá lagfæringu í tæka tíð fyrir næsta kríli. Hér var ég bara að lagfæra smá til að halda efninu frá höfði barnsins. 


Fyrir frekari uppl. um vögguklæði má hafa sambandi við mig 
 í gegnum póst/email.




Tuesday, March 1, 2016

M Y S C H O O L L I F E



It 's about time for a new post, it's been a lot to do lately! I'm fully in my school protects sewing and stitch .. drawing and sewing more ... I have so also been working as i intern whit Jör by Guðmundur Jörundsson and it's great.

Here are several projects that I have been doing but unfortunately missed good pictures ...

In school I have to sew five garments and is already done with two, and has begun to draw a patern for a third. Plenty to do but always little time to do all.. but that just fine mix and gets me on with it all.
















































Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...